Innlent

Mikilvægt að bjóða ekki upp á hlaðborð fyrir ketti þegar smáfuglunum er gefið í fannferginu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Þessir auðnutittlingar gæddu sér á korni í morgun.
Þessir auðnutittlingar gæddu sér á korni í morgun. vísir/gva
„Þegar verið er að gefa smáfuglunum er númer eitt, tvö og þrjú að bjóða ekki upp á hlaðborð fyrir ketti, það er að gefa þeim þannig að þeir geti borðað í friði,“ segir Jón Már Halldórsson, líffræðingur, í samtali við Vísi.

Ekki er úr vegi fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins að huga að smáfuglunum í dag og næstu daga þar sem mikið snjóaði um helgina og það getur reynst erfitt fyrir fuglana að komast í æti.

Jón Már segir að mismunandi fæða henti mismunandi fuglum. Þannig séu auðnutittilingar og snjótittlingar fræætur en epli henta vel fyrir skógarþresti og þá vill starinn fituríkan mat. Hrafninn er mest fyrir kjöt að sögn Jóns Más og er best að gefa honum á opnu svæði til að lokka hann í matinn.

Nánar má lesa um hvað best er að gefa fuglunum þegar fannfergi er mikið og frosthörkur í svari Jóns Más á Vísindavef Háskóla Íslands.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×