Innlent

Mikill viðbúnaður vegna neyðarboða frá flugvél

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Daníel
Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst neyðarboð frá íslenskri flugvél um klukkan hálf fimm í dag. Flugvélin var á flugi yfir landinu og átti að lenda á Skagafirði tveimur og hálfum tíma seinna. Ekki náðist í flugmann flugvélarinnar.

Neyðarboðin ómuðu áfram og tilkynntu flugmenn fjölda flugvéla að þeir heyrðu í neyðarsendi.

Samkvæmt tilkynningu frá Landhelgisgæslunni var þyrla LHG kölluð út, sem og áhöfn TF-SIF, flugvélar LHG. Auk þess voru björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar, bæði á Norðurlandi og Suðurlandi, kallaðar út og samhæfingarstöðin í Skógarhlíð virkjuð.

Um klukkan korter yfir fimm náðist hins vegar í flugmann flugvélarinnar í gegnum farsíma. Hann reyndist þá á flugi yfir Skagafirði og var allt í góðu lagi. Viðbúnaðurinn var þá allurkallaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×