Innlent

Mikill meirihluti andvígur rekstri spilavíta á Íslandi

Stefán Árni Pálsson skrifar
VÍSIR / GETTY / DANÍEL
MMR kannaði á dögunum hversu fylgjandi eða andvígt fólk væri gagnvart því að leyfa rekstur spilavíta á Íslandi.

Líkt og í fyrri könnunum var meirihlutinn andvígur þeirri hugmynd að leyfa rekstur spilavíta á Íslandi. Hlutfall þeirra sem voru andvígir er sambærilegt og það var í júlí 2011. Þannig sögðust 68,6% vera andvígir nú, borið saman við 69,3% í júlí 2013.

Nokkur munur er á afstöðu eftir kyni, aldri, tekjum og stjórnmálaskoðunum en ungir karlar voru í sérflokki hvað varðar viðhorf til reksturs spilavíta á Íslandi. Þannig sögðust 70,3% karla á aldrinum 18 til 29 ára vera fylgjandi rekstri spilavíta á Íslandi og 52,5% karla á aldrinum 30 til 49 ára.

Munur var á afstöðu eftir heimilistekjum. Þannig sögðust 38,4% þeirra sem tilheyrðu tekjuhæsta hópnum vera fylgjandi rekstri spilavíta á Íslandi, borið saman við 29,0% þeirra sem tilheyrðu tekjulægsta hópnum.

Þeir sem studdu Sjálfstæðisflokkinn og Píratar voru líklegastir til að vera fylgjandi rekstri spilavíta á Íslandi á meðan Vinstri-græn voru síst fylgjandi. 

Þannig sögðust 45,6% Sjálfstæðisfólks og 44,8% Pírata vera fylgjandi hugmyndinni um rekstur spilavíta á Íslandi, borið saman við 9,3% Vinstri-grænna.

Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur lagt fram frumvarp sem sem heimilar slíkan rekstur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×