Innlent

Mikill fjöldi kemur að utan

Svavar Hávarðsson skrifar
Búist er við 1,6 milljónum ferðamanna til landsins í ár.
Búist er við 1,6 milljónum ferðamanna til landsins í ár. Fréttablaðið/Pjetur
Að jafnaði vinna 22 þúsund manns á þessu ári í ferðaþjónustu á Íslandi en það eru ríflega 10% starfsmanna á íslenskum vinnumarkaði.

Líklegt er að um 40% nýrra starfsmanna í ferðaþjónustu árin 2016 og 2017 komi frá útlöndum en þeir eru nú sex þúsund.

Þetta er á meðal helstu niðurstaðna sem koma fram í könnun Stjórnstöðvar ferðamála um mannaflaþörf og þörf fyrir fræðslu/hæfni í ferðaþjónustu á Íslandi.

Fyrirtækin vilja helst auka hæfni í tengslum við þjónustulund og gestrisni, jákvætt viðmót, sjálfstæð vinnubrögð og samskiptahæfni. Mest vantar af fólki í ræstingar/þrif, starfsmenn í gestamóttöku, eldhús og veitingasal, leiðsögumenn, sölu- og afgreiðslufólk og faglærða matreiðslumenn. Erfiðast er að manna í ræstingar/þrif og í stöður faglærðra matreiðslumanna.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×