Lífið

Mikill áhugi á Borgríki 2 erlendis

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Kristín Andrea Þórðardóttir framleiðandi er sátt við þær móttökur sem Borgríki 2 fær erlendis.
Kristín Andrea Þórðardóttir framleiðandi er sátt við þær móttökur sem Borgríki 2 fær erlendis. Vísir/Andri Marinó
„Við höfum átt farsælt og gott samstarf við dreifingaraðilann okkar, Celluloid Dreams, sem annast sölu á erlendum vettvangi,“ segir Kristín Andrea Þórðardóttir, framleiðandi kvikmyndarinnar Borgríkis 2, en myndin, sem frumsýnd verður hér á landi í haust, hefur selst vel erlendis.

Nú þegar hefur fyrirtækið selt myndina til Synergy Cinema í Frakklandi og Mónakó og til Japans til fyrirtækisins Alcine Terran. Fyrir hefur fyrri myndin selst til alls fjörutíu og tveggja landa. Sölufyrirtækið Celluloid Dreams tryggði sér alheimsrétt á myndinni árið 2012 í kjölfar velgengni fyrri myndarinnar. „Fyrirtækið er að keyra á hina ýmsu markaði og kynna myndina til dæmis á kvikmyndahátíð í Toronto í lok mánaðarins og fleiri hátíðum í haust,“ segir Kristín Andrea.

Í Borgríki 2, eða Brave Men's Blood eins og hún kallast á ensku, eru tveir nýir leikarar, þeir Darri Ingólfsson og Hilmir Snær Guðnason. „Við kynnum til leiks nýjan karakter sem leikinn er af Darra Ingólfssyni. Myndin snýst svolítið um hans karakter,“ bætir Kristín Andrea við.

Myndin verður frumsýnd hér á landi þann 17. október næstkomandi.

Borgríki 2 - Teaser #2 from Olaf de Fleur on Vimeo.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×