Viðskipti innlent

Mikil verðhækkun á fjölbýli

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Vilhelm
Verð á fjölbýli hækkaði mikið á milli mánaða í apríl, eða um 0,7 prósent. Alls hefur verð á fjölbýli hækkað um 9,7 prósent á síðustu tólf mánuðum. Verð á sérbýli hefur hækkað um 4,8 prósent á sama tíma.

Þetta kemur fram í Hagsjá Hagfræðideildar Landsbankans. Þar segir að stöðugur hækkunartaktur fasteignaverðs haldi áfram og sé, eftir sem áður, meginfóður verðbólgunnar. Þar sem verðbólga hafi verið lág og stöðug síðustu misseri hafi raunverð fasteigna hækkað mun meira en ella.

Enn vantar töluvert upp á framboð íbúða á höfuðborgarsvæðinu til að anna eftirspurn samkvæmt Hagsjánni. Þá ýti umframeftirspurning undir áframhaldandi hækkun fasteignaverðs. Útleiga til ferðamanna hefur einnig orðið til þess að draga úr hefðbundnu framboði.

Hagfræðideildin spáir áframhaldandi hækkun fasteignaverðs og segir að flestir undirliggjandi þættir vísi í áframhaldandi hækkun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×