Erlent

Mikil spenna í Kasmír

Samúel Karl Ólason skrifar
Indverskir hermenn í Kasmír.
Indverskir hermenn í Kasmír. Vísir/EPA
Indverski herinn gerði í nótt árásir gegn meintum vígamönnum í Kasmírhéraði. Árásirnar voru gerðar nærri landamæruunum sem skipta héraðinu á milli Indlands og Pakistan. Pakistanar segja að indverskir hermenn hafi ekki farið yfir landamæri þeirra. Her Pakistan segir hins vegar að tveir hermenn þeirra hafi látið lífið vegna skota frá Indverjum.

Nawaz Sharif, forsætisráðherra Pakistan, hefur brugðist reiður við árásum Indverja.

Indverjar segja hins vegar að skotmörk þeirra hafi verið að undirbúa árásir á indverska herinn. Spenna á svæðinu er mikil eftir að vígamenn réðst á indverska herstöð í Kasmír og felldu 18 hermenn fyrr í þessum mánuði. Indverjar sökuðu Pakistana um að hafa staðið að baki árásinni.

Yfirmaður indverska hersins tilkynnti aðgerðirnar á blaðamannafundi í morgun og seti hann út á Pakistan fyrir að hafa ekki hemil á vígamönnum innan yfirráðasvæðis síns.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×