Erlent

Mikil snjókoma á Hawaii

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Frá Mauna Kea, einum af hæstu tindum Hawaii eyja.
Frá Mauna Kea, einum af hæstu tindum Hawaii eyja. Vísir/AP
Hluti af Hawaii ríki í Bandaríkjunum hefur orðið fyrir miklu snjófalli seinustu daga. Sumsstaðar hefur snjórinn náð 90 sentímetra dýpt. BBC greinir frá.  

Veðurfræðingar segja ekki óvanalegt að það snjói sumsstaðar á Hawaii en að það hafi  komið á óvart hve mikið hefur snjóað á láglendi þetta árið. Mest snjóar allajafna á eyjunum í kringum tvo hæstu tinda þeirra, Mauna Kea og Mauna Loa.

Undir venjulegum kringumstæðum snjóar á þessum tindum fimm til sex sinnum á ári og nær lítill sem enginn snjór að festast á láglendinu eins og nú.

Víða hefur einnig rignt mikið á eyjunum en þar eins og víðast hvar hefur veðurfarið verið óvenjulegt undanfarið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×