Handbolti

Mikil sala á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar á næsta ári

Victor Tomas lyftir bikarnum á sunnudag.
Victor Tomas lyftir bikarnum á sunnudag. vísir/getty
Úrslitahelgin í Meistaradeildinni í handbolta var frábær og það er þegar búið að selja mikið af miðum á viðburðinn á næsta ári.

Alls seldust 8.000 miðar um helgina í Köln þar sem fólki á staðnum var boðið upp á að tryggja sér miða fyrir næsta ár. Aldrei áður hafa selst jafn margir miðar á úrslitahelginni.

Næstum því helmingur miða er því þegar farinn en Lanxess Arena tekur hátt í 20.000 manns í sæti.

Miðaverðið er frá 10 þúsund krónum upp í 40 þúsund. Að mæta á þessa helgi er þegar orðinn fastur punktur í lífi margra og þar á meðal er fjöldi Íslendinga farinn að venja komu sína þangað.

Almenn miðasala hófst svo í gær og þeir sem vilja tryggja sér miða í tíma geta gert það hér.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×