Erlent

Mikil reiði í Japan vegna morðsins á Goto

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Vísir/AFP
Mikil reiði er í Japan vegna morðsins á blaðamanninum Kenji Goto en vígamenn hryðjuverkahópsins sem kennir sig við íslamska ríkið, IS, birtu í gær myndband sem sýnir aftöku hans.

Forsætisráðherra Japans, Shinzo Abe, segir að landið muni ekki gefast upp fyrir hryðjuverkamönnum, heldur muni ríkisstjórn landsins auka stuðning sinn við þá sem berjast gegn IS.

Hryðjuverkahópurinn sagðist hafa tekið Japanana tvo, Goto og Haruna Yukawa til fanga vegna stuðnings japönsku ríkisstjórnarinnar við þá sem berjast gegn IS. Myndband sem sýndi aftöku Yukawa var birt í liðinni viku en Goto fór til Sýrlands til að bjarga honum úr klóm IS.

Móðir Gotos segist orðlaus vegna dauðar sonar síns sem hafi farið til Sýrlands, drifinn áfram af manngæsku og hugrekki.

Fjöldi þjóðarleiðtoga hefur fordæmt aftökuna, þar á meðal Barack Obama, Bandaríkjaforseti, og Francois Hollande, Frakklandsforseti.


Tengdar fréttir

Abe heitir því að frelsa gíslana

Forsætisráðherra Japans segist staðráðinn í að frelsa japönsku gíslana tvo sem vígasveitir Íslamska ríkisins hafa hótað að drepa, fái þeir ekki jafnvirði rúmlega 26 milljarða króna í lausnargjald.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×