Erlent

Mikil læti á svarta föstudeginum

Haraldur Guðmundsson skrifar
Breska lögreglan hefur gagnrýnt verslunareigendur fyrir að taka þátt í svarta föstudeginum.
Breska lögreglan hefur gagnrýnt verslunareigendur fyrir að taka þátt í svarta föstudeginum. vísir/afp
Kalla þurfti til lögreglu í nokkrum borgum Bretlands í gær þegar átök brutust út milli viðskiptavina verslana sem buðu veglegan afslátt í tilefni svarta föstudagsins. Mestu lætin áttu sér stað í verslunum í Manchester-borg þar sem lögreglan var kölluð í sjö verslanir smásölukeðjunnar Tesco. Tveir voru handteknir og kona slasaðist þegar sjónvarp féll ofan á hana.

Svarti föstudagurinn er dagurinn eftir þakkargjörðarhátíðina í Bandaríkjunum. Hann er yfirleitt annasamasti dagur ársins hjá kaupmönnum vestanhafs og verslunareigendur í Bretlandi reyna í auknum mæli að laða að viðskiptavini með miklum afslætti á þessum degi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×