Innlent

Mikil gasmengun í Skagafirði

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Hér má sjá leiðbeiningar um viðbrögð við gasemguninni.
Hér má sjá leiðbeiningar um viðbrögð við gasemguninni. Mynd/Almannavarnir/Umhverfisstofnun
Gasmengun er yfir hættumörkum í Skagafirði og mælist 1,7 ppm, eða 5100 míkrógrömmá rúmmetra. Almannavarnir hafa sent út sms skilaboð til íbúa á svæðinu.

Mengun er það mikil að öllum er ráðlagt að halda sig innandyra, loka gluggum og hækka í ofnum, eins og segir í tilkynningu frá Almannavörnum. Þá er fólk beðið um að fylgjast vel með mælingum.

Þá er einnig mikil mengun í Stykkishólmi en þar hafa mælst 2700 míkrógrömm á rúmmetra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×