Viðskipti innlent

Mikil fjölgun gistinótta í janúar

ingvar haraldsson skrifar
Gistinóttum erlendra ferðamanna fjölgaði um 41 prósent milli ára en gistinóttum Íslendinga fjölgaði um 3 prósent.
Gistinóttum erlendra ferðamanna fjölgaði um 41 prósent milli ára en gistinóttum Íslendinga fjölgaði um 3 prósent. vísir/auðunn
Gistinóttum á hótelum í janúar fjölgaði um 35 prósent milli ára samkvæmt gögnum frá Hagstofu Íslands. Heildarfjöldi gistinótta var 161.400 í janúar. Erlendir ferðamenn voru þar af í miklum meirihluta og gistu 87 prósent af öllum gistinóttum.

Gistinóttum erlendra ferðamanna fjölgaði um 41 prósent milli ára en gistinóttum Íslendinga fjölgaði um 3 prósent.

Flestar gistinætur á hótelum voru á höfuðborgarsvæðinu í janúar eða 127.500 sem er 31 prósent aukning miðað við janúar 2014. Næstflestar voru gistinætur á Suðurlandi eða um 15.900.

Bretar gistu flestar gistinætur í janúar eða 59.700, þar á eftir komu Bandaríkjamenn með 25.500, og þá gistu Þjóðverjar 7.700 gistinætur hér á landi í janúar.

Nýting herbergja var best á höfuðborgarsvæðinu í janúar eða 83 prósent. Á Suðurnesjum var herbergjanýting rúm 44 prósent.

Gistinóttum erlendra ferðamanna hefur fjölgað verulega síðustu ár.mynd/hagstofa íslands

Tengdar fréttir

Spá 1,6 milljónum gesta á Þingvöllum eftir tíu ár

Ferðamálastofa reiknar með að á bilinu 970 þúsund til 1,6 milljónir manna heimsæki Þingvöll á árinu 2025. Þingvallanefnd hugar að stækkun þjónustuhúss á Hakinu og uppbyggingu veitingaaðstöðu. Engin áform eru um að reisa nýtt hótel.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×