Innlent

Mikið vatnstjón árlega

Linda Blöndal skrifar
Heimilin greiddu í fyrra um 300 milljónir í eigin áhættu vegna vatnstjóns og í að minnsta kosti 1500 tilvikum reyndis tjónið ekki bótaskylt. Kostnaður vegna vatnstjóns í fyrra er á þriðja milljarð og mest á heimililum. Mikill kostnaður lendir því á heimilum og einnigi tryggingafélögum.

Engar bætur

Fólk fær vatnstjón bætt falli það undir asahláku eða skýfall, eins og í gær. Flestir hafa tryggingar með eigin ábyrgð upp á rúmlega 80 þúsund krónur og svo nokkuð fyrir innbú. Bætur verða hins vegar engar ef til dæmis niðurföll hafa verið stífluð, þak heldur ekki vatni, vatnið lekur frá svölum eða úr rennum eða gluggar svo óþéttir að vatnið fer inn.

Þarf meira en milljarð í viðgerðir

Vísast brá fólki nokkuð þegar myndir sáust af vatnsleka á Landsspítalanum. Starfsfólkið segir hann alvanalegan þegar það rignir mikið, nokkuð viðhald var unnið í sumar, spítalinn setti 300 milljónir í utanhússviðgerðir í ár en það hefði þurft að vera helmingi meira og jafn mikið á næsta ári, segir Ingólfur Þórisson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Landsspítalans. Ekkert er vitað um hvað fæst til að halda áfram viðgerðum en spítalinn lét gera útttekt á öllum fasteignum sínum í fyrra og hefur gert framkvæmdaráætlun um viðgerðir en fé til þess er þó ekki í hendi.



Hægt að koma í veg fyrir tjón

Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar segir fólk ekki nógu meðvitað um skaðvaldinn sem vatnsleki getur verið og getur til dæmis valdið raka og sveppaskemmdum sem fer illa með heilsu manna. Hann segir átak hafa farið af stað fyrir einu og hálfu ári því hægt er að koma í veg fyrir mjög mörg tilvelli af skemmdum af völdum vatns. 



Átak gegn vatnstjóni

Ellefu fyrirtæki, stofnanir og samtök mynda nýlegan samstarfshóp um varnir gegn vatnstjóni. Þetta er Félag dúklagninga- og veggfóðrarameistara, Félag pípulagningameistara, IÐAN fræðslusetur, Múrarameistarafélag Reykjavíkur, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Samtök um loftgæði, tryggingafélögin Sóvá-Almennar, TM, Vís og Vörður og Mannvirkjastofnun. Unnið hefur verið að því að kynna leiðir til að verjast vatnstjóni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×