Innlent

Mikið um umferðarlagabrot á Suðurnesjum

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Þónokkrir ökumenn óku án ökuréttinda.
Þónokkrir ökumenn óku án ökuréttinda. Vísir/Pjetur
Lögreglan á Suðurnesjum hefur haft í nógu að snúast síðustu daga en hún hefur á undanförnum dögum kært rúmlega 30 ökumenn fyrir of hraðan akstur.

Flest brotin áttu sér stað á Reykjanesbraut og sá sem hraðast ók mældist á 147 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund. Allir ökumennirnir óku á vel á annað hundruð kílómetra hraða.

Þá hafði lögreglan á Suðurnesjum um helgina afskipti af nokkrum ökumönnum sem óku án ökuréttinda. Einn þeirra ók á ljósastaur en annar, sem hafði verið sviptur ökuréttindum ævilangt, ók aftan á bifreið sem var fyrir framan hann. Sá þriðji var undir áhrifum áfengis við aksturinn og sá fjórði virti ekki stöðvunarskyldu.

Þá var einn réttindalaus ökumaður tekinn fyrir of hraðan akstur og reyndist hann vera undir áhrifum fíkniefna. Tveir til viðbótar voru handteknir vegan fíknefnaaksturs um helgina og var annar þeirra með útrunnin ökuréttindi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×