Innlent

Mikið fjör þrátt fyrir veður

Rokkhátíðin Aldrei fór ég suður er í fullum gangi á Ísafirði.

Veðrið setti þó örlítið strik í reikninginn í gær en ekkert var flogið til Ísafjarðar þann daginn.

Flestir þeir sem fram áttu að koma í gær ferðuðust með rútu vestur og komust þannig klakklaust á áfangastað.

Aðeins eitt atriði féll niður samkvæmt skipuleggjendum en um tíma leit út fyrir að töluverðar breytingar þyrfti að gera á dagskrá hátíðarinnar.

Að sögn lögreglunnar á Ísafirði er mikið af fólki í bænum en þó töluvert færri en undanfarin ár.

Er veðrinu helst kennt um fólksfækkunina.

Skemmtanahald fór vel fram að mestu leyti.

Leiðindaveður er á Ísafirði þessa stundina og gengur á með éljum. Þó er reiknað með að flugsamgöngur verði með eðlilegum hætti í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×