Lífið

Mikið fjallað um fjarveru Tom Cruise og Nicole Kidman vegna brúðkaups dóttur þeirra

Birgir Olgeirsson skrifar
Tom Cruise og Nicole Kidman meðan allt lék í lyndi.
Tom Cruise og Nicole Kidman meðan allt lék í lyndi. Vísir/Getty
Dóttir Tom Cruise og Nicole Kidman giftist unnusta sínum Max Parker um í síðasta mánuði og því er haldið fram að hvorki Tom né Nicole hafi verið viðstödd athöfnina. Athöfnin fór fram að sið Vísindakirkjunnar í Dorchester-hótelinu í Lundúnum en Tom Cruise er sagður hafa hjálpað til við að borga fyrir brúðkaupið en tvennum sögum fer af því hvort hann hafi verið viðstaddur athöfnina.

Bandaríska dagblaðið The New York Post hélt því fram að Nicole Kidman hefði hreinlega ekki verið boðið í brúðkaupið en hún er sögð hafa verið í Lundúnum um það leyti þegar athöfnin átti sér stað að undirbúa leikrit.

Connor og Bella Cruise, börn fyrrverandi hjónanna Tom Cruise og Nicole Kidman.Vísir/Getty
Fyrstu fregnir af málinu hermdu að hvorki Bella né Max hefðu viljað stórt brúðkaup og því ekki boðið foreldrum sínum. Eru þau sögð hafa gert það til að halda brúðkaupinu fyrir utan sviðsljósið.  Hins vegar hefur sú saga gengið að Tom Cruise hefði litið við og lagt blessun sína á hjónabandið.

Tom og Nicole ætleiddu Bellu árið 1992 og soninn Connor árið 1995 en skildu síðan árið 2001.

Bella og Connor eru sögð í Vísindakirkjunni en vera þeirra í þeim söfnuði er sögð hafa valdið samskiptaerfiðleikum við móður þeirra. Þetta kemur meðal annars fram í heimildarmyndinni um Vísindakirkjuna Going Clear: Scientology and the Prison of Belief.

Vísindakirkjan hefur neitað þeirri fullyrðingu sem kemur fram í myndinni um Nicole og börnin og hefur Nicole sjálf sagt að Bella og Connor séu enn stór hluti af hennar lífi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×