Lífið

Mike Tyson og Robin Williams skiptu við sama dópsala

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Mike Tyson til vinstri, Robin Williams til hægri.
Mike Tyson til vinstri, Robin Williams til hægri. vísir/getty
Boxarinn Mike Tyson sagði í viðtali við Howard Stern á útvarpsstöðinni SiriusXM Radio í dag að hann og grínleikarinn heitni, Robin Williams, hefðu keypt fíkniefni af sama fíkniefnasalanum.

Robin lést í ágúst síðastliðnum en hafði barist við áfengis- og vímuefnafíkn svo árum skipti. Hann fór í meðferð aðeins nokkrum vikum fyrir andlát sitt.

Mike sagði einnig við Howard að þeir Robin hefðu trúað hvor öðrum fyrir ýmsu og náð vel saman. 

Þá segir boxarinn að það hafi komið sér í opna skjöldu að svona virtur og elskaður grínleikari væri tengdur sama, vonda fólkinu og hann.

Viðtalið má hlusta á hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Dóttir Cobains til staðar fyrir dóttur Williams

Francis Bean þekkir það af eigin raun hvernig það er lifa án föður eftir sjálfsvíg en Kurt Cobain féll fyrir eigin hendi fyrir um 20 árum, árið 1994, þegar dóttir hans var einungis tveggja ára gömul.

Robin Williams var með Parkinsons

Leikarinn var jafnframt alsgáður þegar hann fyrirfór sér en hann þjáðist lengi af þunglyndi og kvíða.

Robin Williams látinn

Bandaríski leikarinn Robin Williams er látinn, 63 ára að aldri. Lögregluyfirvöld í Kaliforníu tilkynntu það nú fyrir stundu. Að sögn lögreglunnar fannst hann látinn í íbúð sinni um hádegi að staðartíma.

Staðfest að Robin Williams framdi sjálfsvíg

Lögreglan í Kaliforníu hefur staðfest að leikarinn Robin Williams, sem fannst látinn í íbúð sinni í gær, hafi framið sjálfsvíg.Aðstoðarmaður leikarans kom að honum látnum á heimili hans þar sem hann hafði hengt sig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×