Fótbolti

Mihajlovic stígur inn í brunarústirnar í Lissabon

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Sinisa Mihajlovic
Sinisa Mihajlovic Vísir/Getty
Serbinn litríki, Sinisa Mihajlovic hefur tekið við stjórnartaumunum hjá portúgalska stórveldinu Sporting Lissabon og bíður hans nú það verðuga verkefni að byggja upp nýtt lið eftir vægast sagt skrautlegt tímabil.



Á undanförnum vikum hafa flestar af skærustu stjörnum félagsins rift samningum sínum í kjölfar þess að stuðningsmenn félagsins gerðu aðsúg að leikmönnum um miðjan maímánuð.

Alls hafa níu leikmenn yfirgefið félagið og ber þar helsta að nefna portúgölsku landsliðsmennina Rui Patricio, William Carvalho, Gelson Martins, Bruno Fernandes auk hollenska framherjans Bas Dost; sem varð einmitt fyrir meiðslum í árás stuðningsmannanna.

Fráfarandi þjálfari liðsins, Jorge Jesus, er tekinn við Al-Hilal í Sádi-Arabíu.

Ljóst er að hins 49 ára gamla Mihajlovic bíður afar krefjandi verkefni í Portúgal en hann hefur þjálfað í Serie A allan sinn þjálfaraferil þar sem hann stýrði meðal annars Torino, AC Milan og Fiorentina. Þá var hann landsliðsþjálfari Serbíu í skamman tíma frá 2012-2013.


Tengdar fréttir

Stuðningsmenn réðust á leikmenn Sporting

Sporting frá Lissabon ætlar að spila bikarúrslitaleikinn um næstu helgi þó svo menn þar á bæ séu í áfalli eftir að stuðningsmenn félagsins réðust á leikmenn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×