Innlent

Míglekur á Landspítalanum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá Landspítalanum í morgun.
Frá Landspítalanum í morgun. Mynd/Jón Gunnarsson
Víða lekur í storminum á höfuðborgarsvæðinu og finnur starfsfólk Landspítalans fyrir því. Fötum hefur verið komið upp víða á göngum spítalans vegna vatnsleka.

Hjúkrunarfræðingur sem Vísir ræddi við sagði vatnsleka algengt vandamál á spítalanum. Algengt væri að setja þyrfti handklæði út í glugga til að stöðva vatnið. Hins vegar væri þetta meira en hún hefði áður séð.

„Ég hef reyndar ekki séð svona mikið af fötum eins og er á ganginum núna.“

Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er ekki par sáttur við stöðu mála á Landspítalanum.

„Átti erindi á Landsspítalan snemma í morgun og svona var ástandið, algjörlega óviðunandi,“ skrifar Jón við meðfylgjandi myndir á Facebook-síðu sinni.

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki undan að sinna útköllum og hvetja fólk til þess að passa upp á niðurföllin við hús sín þar sem víða hefur flætt inn í kjallara eins og gerðist í Hátúni í morgun.

Þá birti Gísli Sigurður myndband af vatnsflæðinu í Kópavogi í morgun sem vakið hefur töluverða athygli.

Er vatnið að ónáða þig? Láttu okkur vita og sendu okkur myndir á ritstjorn@visir.is.


Tengdar fréttir

Mikið flætt inn í hús vegna veðurs

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur þurft að sinna mörgum útköllum það sem af er degi vegna vatnsleka í íbúðarhúsum, aðallega í Hátúni.

Allt á floti í Kópavogi

Gísli Sigurður, íbúi í Kópavogi, fór á stjá í morgun og tók meðfylgjandi myndband sem lýsir vel vatnsmagninu á götum Kópavogar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×