Enski boltinn

Miðvörður AC Milan á óskalista Conte

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Romagnoli kom til AC Milan frá Roma í fyrra.
Romagnoli kom til AC Milan frá Roma í fyrra. vísir/getty
Antonio Conte, knattspyrnustjóri Chelsea, rennir hýru auga til miðvarðarins Alessio Romagnoli sem leikur með AC Milan.

Talið er að Chelsea muni bjóða 30 milljónir punda í hinn 21 árs gamla Romagnoli sem lék 40 leiki með AC Milan á síðasta tímabili.

Conte vill bæta miðverði við leikmannahóp Chelsea áður en félagaskiptaglugginn lokar um mánaðarmótin. John Terry og Gary Cahill eru einu heilu miðverðirnir hjá Chelsea en Frakkinn Kurt Zouma er á sjúkralistanum.

Samningur Romagnoli við AC Milan rennur út árið 2020. Talið er að hann muni hækka verulega í launum fari hann til Chelsea.

Lundúnaliðið hefur farið vel af stað á tímabilinu og unnið fyrstu tvo leiki sína í ensku úrvalsdeildinni. Þá komst Chelsea áfram í deildabikarnum í gær eftir 3-2 sigur á Bristol Rovers.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×