MÁNUDAGUR 27. FEBRÚAR NÝJAST 20:05

CCP tilkynnir um útgáfu á tölvuleiknum Sparc

VIĐSKIPTI

Midtjylland hćkkar miđaverđiđ upp úr öllu valdi fyrir leikinn á móti United

 
Enski boltinn
11:30 07. JANÚAR 2016
Midtjylland hćkkar miđaverđiđ upp úr öllu valdi fyrir leikinn á móti United
VÍSIR/GETTY

Stuðningsmenn Manchester United eru vægast sagt ósáttir við miðaverðið sem Danmerkurmeistarar Midtjylland hafa sett upp fyrir viðureign liðanna í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar 18. febrúar.

Þegar Southampton kom í heimsókn í forkeppni Evrópudeildarinnar kostaði miðinn í gestastúkuna aðeins 22 pund eða 4.300 krónur en stuðningsmenn United þurfa að borga 71 pund eða 13.700 krónur.

Stuðningsmenn Manchester United þurfa því að borga tvöfalt meira en stuðningsmenn Southampton þurftu að gera þegar þeir horfðu upp á liðið sitt tapa fyrir Midtjylland í sumar.

Völlurinn í Midtjylland tekur 11.800 manns í sæti en UEFA gefur aðeins leyfi fyrir 9.500 manns á þennan leik. Stuðningsmenn Manchester United fá 800 miða og verði fullt í gestastúkunni tekur danska félagið ríflega ellefu milljónir króna inn á þeim ensku.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Enski boltinn / Midtjylland hćkkar miđaverđiđ upp úr öllu valdi fyrir leikinn á móti United
Fara efst