MÁNUDAGUR 27. MARS NÝJAST 08:13

WOW air flýgur til Chicago

VIĐSKIPTI

Birkir átti ţátt í dramatísku sigurmarki Basel | Úrslit kvöldsins

 
Fótbolti
22:00 25. FEBRÚAR 2016
Erik Lamela fagnar marki sínu í kvöld.
Erik Lamela fagnar marki sínu í kvöld. VÍSIR/GETTY

Tottenham, Basel og Valencia eru öll komin áfram í 16-liða úrslit Evrópudeildar UEFA en rússneska liðið Krasnodar er úr leik. Dregið verður í 16-liða úrslitin á morgun.

Birkir Bjarnason spilaði allan leikinn fyrir Basel sem vann St. Etienne, 2-1, og komst áfram á útivallamarkareglunni en St. Etienne vann fyrri leikinn á heimavelli, 3-2.

Sigurinn var þó dramatískur þar sem að St. Etienne jafnaði leikinn á 88. mínútu eftir að Basel komst yfir snemma í leiknum með marki Luca Zuffi, beint úr aukaspyrnu. Staðan var þá orðin 4-3 fyrir Frakkana, samanlagt.

Svissneska liðið náði þó að komast áfram með glæsilegu sigurmarki sem Birkir átti stóran þátt í. Hann gaf sendingu frá vinstri kantinum inn í teig en boltinn var þá skallaður niður fyrir Zoff sem skoraði við gríðarlegan fögnuð heimamanna.

Bæði lið misstu þar að auki mann af velli með rautt spjald með skömmu millibili undir lok leiksins.

Sjá einnig: United áfram eftir að hafa lent undir gegn Mitdjylland | Sjáðu mörkin

Sjá einnig: Vítaspyrnumark Milner dugði og Liverpool komst áfram | Sjáðu markið


Lamela fagnar marki sínu í kvöld.
Lamela fagnar marki sínu í kvöld. VÍSIR/GETTY

Tottenham lenti ekki í vandræðum með Fiorentina á heimavelli sínum og vann 3-0 sigur og þar með 4-1 samanlagt. Ryan Mason og Erik Lamela komu Tottenham í 2-0 forystu í kvöld en þriðja markið var sjálfsmark fyrirliðans Gonzalo Rodriguez.

FC Krasnodar eru úr leik í Evrópudeild UEFA eftir 3-0 tap á heimavelli gegn Sparta Prag í síðari leik liðanna í 32-liða úrslitunum í kvöld.

Sparta Prag vann rimmuna þar með samanlagt 4-0. Landsliðsmaðurinn Ragnar Sigurðsson var ekki í vörn Krasnodar í kvöld.

Þá unnu lærisveinar Gary Neville í Valencia 4-0 stórsigur á Rapíd Vín og þar með 10-0 samanlagt.

Úrslit kvöldsins:
Liverpool - Augsburg 1-0 (1-0 samanlagt)
Manchester United - Midtjylland 5-1 (6-3)
Tottenham - Fiorentina 3-0 (4-1)
Lokomotiv Moskva - Fenerbahce 1-1 (1-3)
Rapíd Vín - Valencia 0-4 (0-10)
Bayer Leverkusen - Sporting 3-1 (4-1)
Schalke - Shakhtar Donetsk 0-3 (0-3)
Krasnodar - Sparta Prag 0-3 (0-4)
Lazio - Galatasaray 3-1 (4-2)
Athletic Bilbao - Marseille 1-1 (2-1)
Basel - St. Etienne 2-1 (4-4)
Porto - Dortmund 0-1 (0-3)
Molde - Sevilla 1-0 (1-3)
Napoli - Villarreal 1-1 (1-2)
Athletic Bilbao - Marseille 1-1 (2-1)
Olympiakos - Anderlecht (1-2, framlenging í gangi)


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Birkir átti ţátt í dramatísku sigurmarki Basel | Úrslit kvöldsins
Fara efst