Huth tryggđi Leicester sigur á White Hart Lane | Úrslit kvöldsins í enska

 
Enski boltinn
22:00 13. JANÚAR 2016
Robert Huth fagnar sigurmarki sínu međ liđsfélögum hans í Leicester.
Robert Huth fagnar sigurmarki sínu međ liđsfélögum hans í Leicester. VÍSIR/GETTY

Lokamínútur í leikjum kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni voru góðar fyrir Leicester City sem tryggði sér sigur á Tottenham á sama tíma og Liverpool jafnaði metin á móti Arsenal.

Úrslit kvöldsins þýða að Arsenal og Leicester City eru jöfn að stigum á toppi deildarinnar, bæði með 43 stig, en Arsenal hefur betri markatölu.

Robert Huth skoraði sigurmark Leicester City á móti Tottenham á White Hart Lane en markið skoraði hann með skalla á 83. mínútu með góðum skalla eftir hornspyrnu Marc Albrighton.

Arsenal virtist vera að landa sigri á móti Liverpool eftir tvö mörk frá Olivier Giroud en varamaðurinn Joe Allen tryggði Liverpool eitt stig. Roberto Firmino kom Liverpoool tvisvar yfir í fyrri hálfleiknum.

Jermain Defoe skoraði þrennu fyrir Sunderland sem vann 4-2 útisigur á Gylfa Þór Sigurðssyni og félögum í Swansea City sem þurftu að spila manni færri frá 37. mínútu. Gylfi jafnaði metin með marki út vítaspyrnu á 21. mínútu.

Stoke komst upp í sjöunda sætið eftir 3-1 heimasigur á Norwich City þar sem öll mörkin komu í seinni hálfleiknum.

Shane Long og Dusan Tadic skoruðu mörk Southampton en liðið er í nú tólfta sætinu aðeins einu stigi á efrir Everton (11.sæti) og fjórum stigum á eftir Liverpool (9. sæti).


Úrslit og markaskorarar í ensku úrvalsdeildinni:

Chelsea - West Bromwich    2-2
1-0 César Azpilicueta (20.), 1-1 Craig Gardner (33.), 2-1 Sjálfsmark  Gareth McAuley (73.), 2-2  James McClean (86.).

Manchester City - Everton    0-0

Southampton - Watford    2-0
1-0 Shane Long (17.), 2-0 Dusan Tadic (73.).

Stoke - Norwich    3-1
1-0  Jonathan Walters (49.), 1-1 Jonny Howson (55.), 2-1 Joselu (67.), 3-1 Sjálfsmark (78.).

Swansea - Sunderland    2-4
0-1 Jermain Defoe (3.), 1-1 Gylfi Sigurðsson (21.), 2-1 André Ayew (40.), 2-2 Patrick van Aanholt (49.), 2-3 Jermain Defoe (61.), 2-4 Jermain Defoe (85.).

Liverpool - Arsenal    3-3
1-0 Roberto Firmino (10.), 1-1 Aaron Ramsey (14.), 2-1 Roberto Firmino (19.), 2-2 Olivier Giroud (25.), 2-3 Olivier Giroud (55.), 3-3 Joe Allen (90.).

Tottenham - Leicester    0-1
0-1 Robert Huth (83.)


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Enski boltinn / Huth tryggđi Leicester sigur á White Hart Lane | Úrslit kvöldsins í enska
Fara efst