Enski boltinn

Ótrúlegt jafntefli Bournemouth og Everton | Mikilvægur sigur Sunderland

Leikmenn Bournemouth fagna marki Adam Smith.
Leikmenn Bournemouth fagna marki Adam Smith. vísir/getty

Sunderland vann lífsnauðsynlegan sigur á Stoke í botnbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar, en með sigrinum kom Sunderland sér upp úr fallsæti á kostnað Bournemouth.

Patrick van Aanholt og Duncan Watmore skoruðu mörk Sunderland, en þau komu bæði á síðustu átta mínútum leiksins. Gestirnir frá Stoke léku manni færri frá 47. mínútu þegar Ryan Shawcross fékk rautt spjald.

Þetta er annar sigurleikur liðsins í röð, en liðið er komið upp í sautjánda sæti deildarinnar með tólf stig. Stoke er í því tólfta með 19 stig.

Bournemouth og Everton gerðu ótrúlegt jafntefli, 3-3, en tvö mörk komu í uppbótartíma. Staðan var 0-2 fyrir Everton á 80. mínútu, en síðustu tíu mínúturnar plús uppbótartími voru magnaðar.

Everton er í sjöunda sætinu með 21 stig, en Bournemouth í því átjánda með tólf stig.

Crystal Palace og Watford unnu svo góða sigra, en illa gengur hjá Aston Villa sem situr á botninum með fimm stig. Þeir hafa einungis unnið einn leik á tímabilinu.

Öll úrslit og markaskorarar:

Bournemouth - Everton 3-3

0-1 Ramiro Funes Mori (25.), 0-2 Romelu Lukaku (35.), 1-2 Adam Smith (80.), 2-2 Junior Stanislas (87.), 2-3 Ross Barkley (95.), 3-3 Junior Stanislas (97.).

Aston Villa - Watford 2-3

0-1 Idion Ighalo (17.), 1-1 Micah Richards (41.) 1-2 Alan Hutton - sjálfsmark (69.), 1-3 Troy Deeney (85.), 2-3 Jordan Ayew (90.).

Crystal Palace - Newcastle United 5-1

0-1 Papiss Cisse (10.), 1-1 James McArthur (17.), 2-1 Yannick Bolasie (17.), 3-1 Wilfied Zaha (41.), 4-1 Yannick Bolasie (47.), 5-1 James McArthur (90.).

Sunderland - Stoke 2-0

1-0 Patrick van Aanholt (82.), 2-0 Duncan Watmore (85.).

Rautt spjald: Ryan Shawcross - Stoke (47.).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×