Íslenski boltinn

Stjarnan og FH auka enn forystuna | Úrslit dagsins

Vísir/Arnþór
Þrettánda umferð Pepsi-deildar karla fór öll fram í dag og var því nóg um að vera. FH og Stjarnan eru bæði enn ósigruð eftir að hafa unnið leiki sína í kvöld en bæði lið fengu þó að hafa fyrir sigrinum.

Víkingur er nú komið upp í þriðja sætið eftir góðan sigur á botnliði Fram, 3-0, þar sem öll mörkin komu í síðari hálfleik.

Hitt botnliðið í deildinni, Þór, tapaði einnig illa í dag en liðið mætti þá Fjölni í Grafarvoginum. Fjölnir hafði ekki unnið síðan í 2. umferð og var því 4-1 sigur í dag afar kærkominn.

Íslandsmeistarar KR eru nú átta stigum á eftir toppliði FH eftir 1-1 jafntefli gegn Breiðabliki. Stefán Logi Magnússon, markvörður KR, fékk að líta beint rautt spjald hjá Garðari Erni Hinrikssyni dómara en Blikar náðu ekki að nýta sér liðsmuninn.

Þá gerðu Valsmenn góða ferð til Keflavíkur og unnu, 2-1. Liðin eru um miðja deild og höfðu sætaskipti en Keflavík hefur nú leikið fjóra leiki í röð án sigurs.

Nánari umfjallanir um leikina má finna hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×