Enski boltinn

England: Úrslit dagsins | Ameobi skoraði

Wilfried Bony skoraði tvennu í dag
Wilfried Bony skoraði tvennu í dag Vísir/Getty
Shola Ameobi skoraði fyrsta mark sitt í ensku úrvalsdeildinni frá árinu 2012 í 1-2 tapi gegn Swansea á St. James Park í dag.

Ameobi hefur leikið með Newcastle allt frá árinu 2000 hefur skorað 52 mörk fyrir Newcastle en markið í dag var honum kærkomið enda var langt liðið frá síðasta marki hans fyrir Newcastle. Wilfried Bony jafnaði metin rétt fyrir lok fyrri hálfleiks og leit allt út fyrir að liðin skildu jöfn þegar Svanirnir skoruðu sigurmarkið. Þar var Bony aftur á ferðinni með vítaspyrnu og aftur í uppbótartíma. Stigin þrjú ganga langt með að tryggja sæti Swansea í ensku úrvalsdeildinni en Svanirnir frá Wales eru sex stigum frá fallsæti þegar þrjár umferðir eru eftir.

Uppgangur Crystal Palace undir Tony Pulis heldur áfram en Crystal Palace sigraði fimmta leik sinn í röð í dag þegar liðið sótti þrjú stig á Upton Park. Mile Jedinak skoraði eina mark leiksins af vítapunktinum í seinni hálfleik. Crystal Palace situr í ellefta sæti eftir leiki dagsins með 43 stig þegar þrír leikir eru eftir af tímabilinu.

Þá gerðu Aston Villa og Southampton markalaust jafntefli á Villa Park.

Úrslit dagsins:

Aston Villa 0-0 Southampton

Cardiff 1-1 Stoke City

Newcastle United 1-2 Swansea

West Ham 0-1 Crystal Palace




Fleiri fréttir

Sjá meira


×