Enski boltinn

Downing og Carroll sáu um Leicester | Öll úrslit dagsins

Downing og Carroll fagna.
Downing og Carroll fagna.
Southampton vann sinn fysta sigur í síðustu sex leikjum, QPR vann mikilvægan sigur á WBA, Tottenham skaust í sjöunda sætið og frábært gengi West Ham heldur áfram.

QPR vann frábæran sigur á WBA eftir að hafa lent 2-0 undir. Charlie Austin skoraði þrennu og sigurmarkið kom fjórum mínútum fyrir leikslok. QPR skaust upp í fimmtánda sæti með sigrinum.

Southampton vann sinn fyrsta sigur síðan áttunda nóvember þegar liðið lagði lánlaust lið Everton að velli. Slakt gengi Everton heldur áfram.

Tottenham skaust í sjöunda sætið með torsóttum sigri á Burnley. Erik Lamela tryggði sigurinn með frábæru marki í fyrri hálfleik.

West Ham heldur áfram að gera gott mót, en þeir skutust í fjórða sæti deildarinar með heimasigri á Leicester. Fyrrum Liverpool-mennirnir Andy Carroll og Stewart Downing skoruðu mörkin.

QPR - WBA 3-2

0-1 Joleon Lescott (11.), 0-2 Silvestre Varela (20.), 1-2 Charlie Austin (víti - 24.), 2-2 Charlie Austin (48.), 3-2 Charlie Austin (86.).

Southampton - Everton 3-0

1-0 Romelu Lukaku (sjálfsmark - 38.), 2-0 Graziano Pelle (65.), 3-0 Maya Yoshida (82.).

Tottenham - Burnley 2-1

1-0 Harry Kane (22.), 1-1 Ashley Barnes (28.), 2-1 Erik Lamela (36.).

West Ham - Leicester 2-0

1-0 Andy Carroll (24.), 2-0 Stewart Downing (56.).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×