Enski boltinn

Fjórði sigur Newcastle í röð | Ings tryggði Burnley sigur

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Ings skorar annað marka sinna
Ings skorar annað marka sinna vísir/getty
Newcastle er komið upp í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta eftir 1-0 sigur á QPR á heimavelli í dag.

Newcastle hefur unnið fjóra leiki í röð í deildinni og fimm alls því liðið vann að auki Manchester City í deildarbikarnum á dögunum.

Það var Moussa Sissoko sem tryggði Newcastle sigurinn á 78. mínútu en liðið hafði sótt af miklum krafti gegn botnliðinu.

Tvö mörk Danny Ings á jafn mörgum mínútum snemma leiks tryggðu Burnley 2-1 sigur á Stoke en Jonathan Walters minnkaði muninn á 32. mínútu.

Burnley lyfti sér úr fallsæti með sigrinum en liðið er með 10 stig í 18. sæti. Stoke er um miðja deild með 15 stig.

Everton lagði West Ham United 2-1 í hörkuleik á Goodison Park í Liverpool.

Romelo Lukaku skoraði eina mark fyrri hálfleiks á 26. mínútu. Mauro Zarate jafnaði metin á elleftu mínútu seinni hálfleiks en Leon Osman tryggði Everton sigurinn á 73. mínútu í sínum 400. leik fyrir Everton.

Everton er nú í 8. sæti með 17 stig en West Ham féll niður í 5. sæti með stigi meira.

Að auki skildu Leicester og Sunderland jöfn 0-0 á King Power leikvanginum í Leicester.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×