Lífið

Miðnæturregnbogi heillaði netverja á höfuðborgarsvæðinu

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Regnboginn var fallegur á að líta á miðnætti í gær.
Regnboginn var fallegur á að líta á miðnætti í gær. Vísir/KÓ
Stór regnbogi, og raunar annar daufari við hlið hans, gnæfði um stund yfir höfuðborgarsvæðinu á miðnætti í gær. Regnboginn vakti athygli netverja, ekki síst vegna þess hversu seint var að kvöldi komið auk þess sem sólsetrið ljáði honum bleikan bjarma.

Björn Sævar Einarsson, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir í samtali við Vísi að kjöraðstæður hafi skapast fyrir regnboga í gær þar eð sólin var lágt á lofti í norðri og um leið var úrkomubakki að færast suður fyrir Reykjavík.

„Þú sérð ekki oft regnboga á miðnætti en þetta er auðvitað bara tilfallandi ljósbrot,“ segir Björn. Hann hafði sjálfur fengið veður af regnboganum þegar blaðamaður náði tali af honum.

Fjölmargir deildu myndum af sjónarspilinu á samfélagsmiðlum í gær. Nokkrar af færslunum má sjá hér að neðan.

 

 
Most epic #rainbow ever #bifröst #regnbogi #iceland w/ @disa38 #nofilter

A post shared by (@cinecycle) on Jun 19, 2018 at 5:13pm PDT






Fleiri fréttir

Sjá meira


×