Innlent

Miðillinn ætlar ekki í mál við Frosta

Jakob Bjarnar skrifar
Miðillinn Anna Birta hló hjartanlega þegar hún hlustaði á Frosta Logason herma eftir sér í útvarpsþættinum Harmageddon.
Miðillinn Anna Birta hló hjartanlega þegar hún hlustaði á Frosta Logason herma eftir sér í útvarpsþættinum Harmageddon.
Frosti Logason útvarpsmaður bauð upp á tilþrifamikla lýsingu á reynslu sinni af skyggnilýsingafundi sem hann sótti í gærkvöldi í útvarpsþætti sínum Harmageddon.

Vísir greindi frá eins og sjá má hér.

Frosti vandaði miðlinum Önnu Birtu Lionaraki ekki kveðjurnar og sagðist jafnframt vonast til þess að miðillinn færi í mál við sig. Honum verður ekki að þeirri ósk sinni.

„Mér fannst þetta frekar skemmtilegur þáttur og mér fannst hann ná mér á köflum ansi vel,“ segir Anna Birta í samtali við Vísi. Hún vísar þar til þess þegar Frosti hermdi eftir sér í þættinum.

„Mér finnst leiðinlegt fyrir hann, að þetta hafi farið svona fyrir brjóstið á honum . Ég vil endilega nota tækifærið og þakka fyrir þessa frábæru auglýsingu.“

Spurð hvort hún ætli í mál við Frosta segir hún svo ekki vera, henni hafi fyrst og fremst fundist þetta fyndið hjá honum. Uppselt var á skyggnilýsingafundinn í gær og ekkert liggur fyrir á þessu stigi hvenær næsti fundur verður haldinn.

„En, Frosti og kona hans eru hjartanlega velkomin á næsta miðilsfund. Og mega aftur fá endurgreitt ef þeim líka ekki þá.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×