Fótbolti

Midi.is liggur niðri

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Strákarnir okkar fagna umspilssæti í Osló síðastliðið haust.
Strákarnir okkar fagna umspilssæti í Osló síðastliðið haust. Vísir/Vilhelm
Mikill áhugi virðist vera á landsleik Íslands og Hollands í undankeppni EM 2016. Miðasala hófst á Miði.is klukkan tólf og síðan hefur síðan legið niðri vegna álags. Fastlega má reikna með því að uppselt verði á leikinn en Ísland fékk draumabyrjun í riðlinum þegar strákarnir unnu 3-0 sigur á Tyrkjum fyrr í mánuðinum.

Frægt er þegar miðasala á landsleik Íslands og Króatíu í umspili um laust sæti á HM í Brasilíu fór fram að næturlagi. Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, sagði þá í samtali við Vísi í morgun að ákvörðun hefði verið tekin í samráða við mida.is að hefja söluna um miðja nótt svo að kerfið myndi hreinlega ekki hrynja.

Síðar um daginn sendi Miði.is frá sér yfirlýsingu þar sem fram kom að ákvörðunin um að selja miðana að næturlagi hefði alfarið verið í höndum KSÍ.

„Sölukerfi Miði.is er sett upp til að þola gríðarlegt álag og þótt allir miðarnir á leikinn hafi selst upp á tæpum 4 klukkutímum komu engir hnökrar upp í kerfinu.“

Sögðust forsvarsmenn Miða.is við það tilefni vera bundnir trúnaði við KSÍ og gætu því engar frekari upplýsingar gefið um atriði sem sneru að miðasölu á landsleiki.

Uppfært klukkan 12:57

Síðan komst í lag fyrir stundu og er svo gott sem uppselt á leikinn.  Aðeins er að finna einstaka staka miða á leikinn sem stendur.


Tengdar fréttir

Króatískir fjölmiðlar fjalla um miðasölu KSÍ

Króatískir fjölmiðlar fjalla í dag um miðasölu KSÍ á landsleik Íslands og Króata í umspili um sæti á heimsmeistaramótið í Brasilíu sem fram fer á næsta ári.

Miðarnir seldust upp á sex mínútum

Nú er endanlega orðið uppselt á leik Íslands og Króatíu í umspilinu um sæti á heimsmeistaramótinu í Brasilíu á næsta ári en miðarnir fóru á sex mínútum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×