Fótbolti

Miði.is: Fólk þarf að sýna þolinmæði

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Anton
Margir knattpsyrnuáhugamenn lentu í vandræðum með að kaupa miða á landsleik Íslands og Hollands á Laugardalsvelli þann 13. október næstkomandi.

Ragnar Árnason hjá miði.is segir að vefurinn hafi verið virkur en afar þungur. „Við erum að komast að því hvað gerðist og fara yfir það með hýsingaraðila.“

„Við sjáum þó að miðasalan er virk sem þýðir að fólk kemst inn og nær að kaupa miða.“

„Sem stendur er vefurinn þungur en við erum að gera allt sem við getum til að bæta aðgengið, sem og samstarfsaðilar okkar.“

„Það eina sem hægt er að gera er að biðja fólk um að sýna þolinmæði,“ sagði Ragnar.

Þegar þessi frétt er skrifuð virðist sem svo að uppselt sé að verða á leikinn en Ragnar gat ekki staðfest það við blaðamann.


Tengdar fréttir

Midi.is liggur niðri

Mikill áhugi virðist vera á landsleik Íslands og Hollands í undankeppni EM 2016. Miðasala hófst á Miði.is klukkan tólf og síðan hefur síðan legið niðri vegna álags.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×