Innlent

Miðbærinn tekur á sig nýja mynd

Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar
Það er ekki víða sem menn fá tækifæri til að nema ný byggingarlönd í miðjum bæ.
Það er ekki víða sem menn fá tækifæri til að nema ný byggingarlönd í miðjum bæ. Vísir/Einar Ólason
Skipulagsyfirvöld í Hveragerði eru í samvinnu við fyrirtækið ASK arkitekta að vinna að nýju deiliskipulagi í miðbæ Hveragerðis.

„Það er ekki alveg útséð með fjölda íbúða en við getum sagt að gert er ráð fyrir nokkuð þéttri íbúðabyggð þar,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar.

Eins og Fréttablaðið hefur greint frá er afar brýn þörf á íbúðum í Hveragerði.

ASK arkitektar unnu hönnunarsamkeppni um nýtt miðbæjarskipulag í Hveragerði og er það fyrsti áfangi þeirrar hönnunar sem nú er verið að hrinda í framkvæmd. Aldís segir að allt verði unnið í góðri samvinnu við íbúa. „Það hafa náttúrulega allir mikinn áhuga á því hvaða mynd þetta svæði tekur á sig,“ segir hún.

Hún segist ekki treysta sér til að giska á hvenær skipulagsvinnan verði komin á það stig að hægt verði að bera hana undir íbúa.

Fyrir eru gróðurhús í lítilli eða engri nýtingu á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×