Lífið

Miðasala hafin á The Color Run - Einnig hlaupið á Akureyri

Stefán Árni Pálsson skrifar
Litadýrðin er mikil í The Color Run.
Litadýrðin er mikil í The Color Run.
Í dag hófst miðasala í The Color Run by Alvogen litahlaupið sem fram fer í miðbæ Reykjavíkur laugardaginn 10. júní. Að þessu sinni verður litahlaupið líka á Akureyri og fer hlaupið fram þann 8. júlí norðan heiða, sömu helgi og N1 mótið og Pollamótið fara fram. 

„Það er okkur mikil ánægja að geta haldið The Color Run by Alvogen á Akureyri í ár. Undanfarin ár hefur það því miður ekki staðið til boða vegna þess að búnaðurinn sem kemur hingað til lands vegna hlaupsins hefur jafnan þurft að fara í notkun í Danmörku strax eftir hlaupið en í ár fáum við að hafa búnaðinn lengur til að fara með hann norður og er það mikið ánægjuefni enda hefur verið eftirspurn fyrir því að The Color Run sé haldið á norðurlandi. Við stefnum á að halda stórkostlegt litahlaup á Akureyri í sumar og vonandi sjá sér flestir fært að mæta og taka þátt í gleðinni,” segir Davíð Lúther Sigurðarson, framkvæmdastjóri The Color Run á Íslandi.

Miðasala hafin

The Color Run viðburðurinn hefur verið haldinn síðastliðin tvö ár í Reykjavík og hefur verið uppselt í hlaupið bæði skiptin með á milli 10 og 12.000 þátttakendum í hvort sinn. Miðasala hófst í dag á midi.is og það gæti borgað sig að kaupa miða í tíma, ekki aðeins til að tryggja sér miða heldur einnig vegna þess að veittur er umtalsverður afsláttur eftir því hversu fljótt miðar eru keyptir í hlaupið.

Á hverju ári er ákveðið þema í litahlaupinu og í ár er þemað kallað Dream Tour um allan heim. Litahlaupið er stærsta viðburðasería í heimi með meira en 300 hlaup árlega í meira en 200 borgum í 60 löndum víðsvegar um heiminn. Enginn annar viðburður státar af jafn mikilli dreifingu og The Color Run í heiminum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×