Fótbolti

Miðasala á EM hefst 17. desember

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Tólfan verður væntanlega í stuði í Frakklandi næsta sumar.
Tólfan verður væntanlega í stuði í Frakklandi næsta sumar. vísir/vilhelm
Stuðningsmenn íslenska landsliðsins geta byrjað að kaupa miða á leiki liðsins á EM í Frakklandi 17. desember næstkomandi.

Þetta kom fram í máli Ómars Smárasonar, fjölmiðlafulltrúa KSÍ, á blaðamannafundi í höfuðstöðvum knattspyrnusambandsins í dag þar sem landsliðshópurinn fyrir leikina gegn Lettlandi og Tyrklandi í undankeppni EM var tilkynntur.

„Glugginn til að sækja um miða á leiki Íslands hefst 17. desember,“ sagði Ómar en dregið verður í riðla fimm dögum fyrr, eða 12. desember. Miðasalan fer fram á heimasíðu UEFA, uefa.com.

„Hægt verður að sækja um miða á alla leiki Íslands á EM, burtséð frá því hversu langt liðið nær.

„Íslenskir stuðningsmenn hafa forgang á miðum á okkar leiki. Við eigum 6000 tryggða miða á okkar leiki og allt að 20% sætafjölda á hverjum leikvangi er tileinkaður stuðningsmönnum okkar liðs. Þannig það fer eftir stærð leikvangsins hversu marga miða við fáum í heildina. Hver og einn getur sótt um fjóra miða per leik.

„Við vonum að þetta dugi fyrir þær þúsundir Íslendinga sem að streyma til Frakklands,“ bætti Ómar við.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×