FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ NÝJAST 06:00

Stórir, ţungir og líklegir til afreka í Danmörku

SPORT

Miđarnir á Bieber kláruđust ekki samdćgurs

 
Lífiđ
23:53 08. JANÚAR 2016
Justin Bieber mun sennilega gera allt vitlaust hér á landi.
Justin Bieber mun sennilega gera allt vitlaust hér á landi. VÍSIR

Enn er hægt að kaupa miða á aukatónleika Justin Bieber í Kórnum þann 8. september næstkomandi. Samkvæmt miðasöluvefnum tix.is er aðeins hægt að kaupa miða í standandi stæði en ekki er hægt að sjá hversu margir miðar eru eftir.

Seljist upp á tónleikana, munu alls 38 þúsund manns bera kappann augum í Kórnum þann 8. og 9. september.

Gríðarlegt álag var á miðasölukerfi tix.is í morgun og þegar miðasalan hófst klukkan tíu var strax yfir klukkustundar röð til að kaupa sér miða á tónleikana.

Ísleifur Þórhallsson, tónleikahaldari hjá Senu, var í spjalli um tónleikana og hið svokallaða Bieber-æði í kvöldfréttum Stöðvar tvö í kvöld.


Bieber er einn þekktasti tónlistamaður veraldar og er án efa hægt að slá því föstu að ein stærsta stjarna heims er á leiðinni til landsins, og það í annað sinn. 

Hann gaf út plötuna Purpose undir lok síðasta árs en Purpose-túrinn hefst í Seattle í Bandaríkjunum í mars og ferðast Bieber vítt og breidd um landið fram í lok júlí. Evrópuhlutinn hefst síðan á Íslandi 9. september og þaðan fer hann til Þýskalands, Frakklands, Noregs, Finnlands, Svíþjóðar, Danmörku, Bretlands og víðar um álfuna. Tónleikaferðalagi hans lýkur síðan í nóvember.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ

TAROT DAGSINS

Dragđu spil og sjáđu hvađa spádóm ţađ geymir.
Forsíđa / Lífiđ / Lífiđ / Miđarnir á Bieber kláruđust ekki samdćgurs
Fara efst