Viðskipti innlent

Miða við ársverðbólgu í nýjum lögum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Bjarni bendir á að mörgum álitamálum sé vísað heim til íslenskra dómstóla.
Bjarni bendir á að mörgum álitamálum sé vísað heim til íslenskra dómstóla. vísir/pjetur
„Nú höfum við fengið þetta álit í hendurnar og mörgum af álitaefnunum sem uppi voru í málinu er vísað heim til íslenskra dómstóla,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, aðspurður út í ráðgefandi álit EFTA dómstólsins frá því í morgun. Samkvæmt álitinu var Landsbankanum óheimilt að miða við núll prósent verðbólgu í skilmálum lánasamnings sem gerður var í nóvember 2008.

Bjarni sagðist í hádegisfréttum Bylgjunnar telja að túlka megi álitið þannig að það verði íslenskra dómstóla að skera úr um það hvaða áhrif álitið myndi hafa á alla samninga sem voru gerðir eftir að lög um neytendalán voru sett 1994 og miða við núll prósent verðbólgu

Lögum um neytendalán hefur verið breytt þannig að ekki er lengur heimilt að miða við núll prósent verðbólgu þegar heildarkostnaður láns og árleg hlutfallstala kostnaðar er reiknuð. Samkvæmt nýju lögunum skal miða við ársverðbólgu.

Á þessari stundu er alls óvíst hvaða áhrif ráðgefandi álit EFTA hefur á fasteignaveðlán. Lánasamningurinn sem deilt er um var samningur um verðtryggt neytendalán til fimm ára. 


Tengdar fréttir

Máttu ekki miða við núll prósent verðbólgu

Þegar lánssamningur er bundinn við vísitölu neysluverðs, samrýmist það ekki tilskipun 87/102/EBE að miðað sé við 0% verðbólgu við útreikning á heildarlántökukostnaði og árlegri hlutfallstölu kostnaðar ef þekkt verðbólgustig á lántökudegi er ekki 0%. Þetta segir í ráðgefandi áliti EFTA-






Fleiri fréttir

Sjá meira


×