Viðskipti erlent

Microsoft segir upp 2.850 manns til viðbótar

Atli Ísleifsson skrifar
Um 114 þúsund manns störfuðu hjá Microsoft þann 30. júní síðastliðinn.
Um 114 þúsund manns störfuðu hjá Microsoft þann 30. júní síðastliðinn. Vísir/Getty
Bandaríski hugbúnaðarrisinn Microsoft hyggst segja upp 2.850 starfsmönnum til viðbótar næsta árið.

Áður hafði Microsoft greint frá því að til stæði að segja upp 1.850 manns sem starfa innan farsímaeininga fyrirtækisins, aðallega í Finnlandi, en Microsoft keypti finnsta fyrirtækið Nokia árið 2014.

Alls verður því um 4.700 manns sagt upp, eða um fjögur present starfsfólks.

Í frétt DN kemur fram að um 114 þúsund manns hafi starfað hjá Microsoft þann 30. júní síðastliðinn.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×