Viðskipti erlent

Microsoft og Google slíðra sverðin

ingvar haraldsson skrifar
Microsoft og Google hyggjast vinna saman að ákveðnum málum sem snúa að einkaleyfum.
Microsoft og Google hyggjast vinna saman að ákveðnum málum sem snúa að einkaleyfum. vísir/getty
Microsoft og Google hafa samið um að falla frá 18 málsóknum sem fyrirtækin hafa höfðað í gegn hvort öðru vegna deilna um einkaleyfi sem m.a. tengdust snjallsímum og þráðlausu neti.

Fyrirtækin sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem kom fram að þau myndu vinna saman að ákveðnum málum er snúa að einkaleyfum.

Samkvæmt því sem fram kemur í frétt BBC vilja fyrirtækin síður að deilurnar verði útkljáðar fyrir dómstólum.

Stór hluti deilanna hafa komið eftir að Google keypti Motorola Mobility árið 2011 sem hafði í för með sér að fyrirtækið eignaðist fjölmörg einkaleyfi tengdum farsímum og fjarskiptatækni.

Google keypti farsímahluta Motorola fyrir 12,5 milljarða bandaríkjadala, um 1.596 milljarðar íslenskra króna en seldi það aftur til Lenonvo fyrir 2,9 milljarða bandaríkjadala, um 370 millljarða íslenska króna. Leitarvélarisinn hélt hins vegar eftir flestum þeim einkaleyfum sem fylgdu með upprunalegu kaupunum. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×