Golf

Mickelson skilur við Butch Harmon

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Mickelson og Harmon eftir að Mickelson vann Opna breska árið 2013.
Mickelson og Harmon eftir að Mickelson vann Opna breska árið 2013. vísir/getty
Kylfingurinn Phil Mickelson er hættur að vinna með kennaranum Butch Harmon eftir átta ára samstarf.

Á þessum átta árum hefur Mickelson unnið tvo af fimm risatitlum sínum. Mickelson flaug sérstaklega til Las Vegas þar sem hann hitti Harmon og sagði honum frá ákvörðun sinni.

„Butch Harmon er einn besti kennarinn í sögu golfsins. Hann á skilið að vera í heiðurshöll golfsins," sagði Mickelson um fyrrum kennara sinn.

„Ég hef lært ótrúlega mikið af honum á þessum átta árum en á þessum tímapunkti þarf ég að fá nýjar hugmyndir úr nýjum áttum."

Harmon er orðinn 72 ára gamall og var meðal annars kennari Tiger Woods frá 1993 til 2004.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×