Erlent

Michel Butor er látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Michel Butor kom til Íslands árið 2014.
Michel Butor kom til Íslands árið 2014. Vísir/AFP
Franski rithöfundurinn Michel Butor er látinn, 89 ára að aldri. Hann var einn af forvígismönnum nýsögunnar („nouveau roman“) um tuttugustu öld.

Butor kom til Íslands á vegum Listahátíðar í Reykjavík árið 2014 þegar opnuð var sýning á bókverkum í Þjóðarbókhlöðunni sem Butor hafði unnið í samstarfi við tólf myndlistarmenn.

Frægasta skáldverk Butor er bókin La Modification frá árinu 1957 en hann hætti að skrifa skáldsögur á sjöunda áratugnum.

Í umfjöllun Listahátíðar um Butor segir að hann hafi síðan skrifað mjög mikið af ritgerðum, ljóðum, ferðasögum og alls kyns tilraunatextum. Áratugum saman einbeitti hann sér að textum fyrir myndlistarbókverk, gerði fjölda slíkra verka með afar mörgum myndlistarmönnum og hélt fyrirlestra um bókverk víða.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×