Lífið

Michael Phelps biðst afsökunar

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Sundkappinn Michael Phelps var handtekinn fyrir ölvunarakstur í Baltimore í gær. Hann hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segist iðrast gjörða sinna.

"Ég skil alvarleika gjörða minna og tek fyllilega ábyrgð á þeim. Ég veit að þessi orð þýða ekki mikið akkúrat núna en ég bið þá sem ég hef valdið vonbrigðum innilega afsökunar," segir Michael í yfirlýsingunni.

Samkvæmt Baltimore Sun var sundkappinn handtekinn rétt fyrir tvö aðfaranótt þriðjudags fyrir að keyra vel yfir leyfðum hámarkshraða. Síðan kom í ljós að hann var undir áhrifum áfengis.

Þetta er í annað sinn sem sundkappinn er handtekinn fyrir ölvunarakstur en í fyrra skiptið var hann nítján ára, árið 2004. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×