Körfubolti

Miami fær flökkukind

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Shannon Brown í búningi Pheonix Suns
Shannon Brown í búningi Pheonix Suns Vísir/Getty
Lið Miami Heat í NBA-deildinni hefur samið við bakvörðinn Shannon Brown, en hann hafði verið án liðs síðan hann var látinn fara frá New York Knicks í lok júlí.

Brown, sem er 28 ára, hefur komið víða við á átta ára löngum ferli í NBA. Hann var valinn númer 25 af Cleveland Cavaliers í nýliðavalinu 2006.

Brown var tvö ár í herbúðum Cleveland, en þaðan fór hann til Chicago, Charlotte Bobcats og Los Angeles Lakers. Brown vann tvo meistaratitla með Lakers áður en hann færði sig um set til Pheonix Suns. Bakvörðurinn spilaði svo með San Antonio Spurs og Knicks á síðustu leiktíð.

Brown hefur skorað 7,7 stig að meðaltali í leik á ferlinum.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×