Erlent

MH17: Framleiðandi BUK segir að slík eldflaug hafi ekki verið í vopnabúri rússneska hersins

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
298 létust þegar flugvél Malaysian Airlines var skotin niður yfir Úkraínu.
298 létust þegar flugvél Malaysian Airlines var skotin niður yfir Úkraínu. Vísir/Getty
Forstjóri rússneska eldflaugafyrirtækisins sem framleiðir eldflaugina sem grandaði flugi Malaysian Airlines yfir Úkraínu í júlí 2014 segir að rannsóknir fyrirtækisins bendi til þess að notast hafi verið eldri útgáfu af hinum svokallaða BUK-eldflaugakerfi.

Segir fyrirtækið Almaz-Antey, sem er rússneskt ríkisfyrirtæki, að slík tegund af BUK-eldflauginni hafi ekki verið í notkun hjá rússneska hernum en hafi verið í notkun hjá úkraínska hernum. 

Í dag voru kynntar niðurstöður hollenskrar rannsóknarnefndar um hvað hafi grandað flugvél Malaysian Airlines. Segir í henni að eldflaugin hafi verið af tegundinni BUK.

Sjá einnig: Eldflaug af rússneskri gerð grandaði MH17



Deilur hafa staðið um hver beri ábyrgð á efldflaugaárásinni.
Rússnesk yfirvöld kenna úkraínska stjórnarhernum um en úkraínska ríkisstjórnin segir að uppreisnarmenn beri ábyrgð á árásinni. Bæði rússneski herinn og úkraínski herinn búa yfir BUK-eldflaugakerfinu í vopnabúri sínu. 

Fyrirtækið framkvæmdi eigin rannsóknir á álplötum og flugvél og segir að niðurstöðurnar gefi til kynna að gamalli útgáfu af eldflaugakerfinu hafi verið beitt auk þess sem að eldflauginni hafi verið skotið frá svæði sem rússneski herinn hafði yfirráð yfir.

Allir um borð, alls 298, létust samstundis þegar eldflaugin hæfði Boeing 777-200 flugvél Malaysian Airlines.


Tengdar fréttir

Rannsóknin beinist gegn aðskilnaðarsinnum

Alþjóðlegir rannsóknaraðilar kanna nú möguleikann á því að MH17 flugið hafi verið skotið niður af aðskilnaðarsinnum á flugi yfir átakasvæðinu í Úkraínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×