Erlent

Mexíkóskur ríkissaksóknari handtekinn fyrir fíkniefnasmygl

Kjartan Kjartansson skrifar
Blóðugt fíkniefnastríð hefur verið háð í Nayarit eins og víðar í Mexíkó. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki beint.
Blóðugt fíkniefnastríð hefur verið háð í Nayarit eins og víðar í Mexíkó. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki beint. Vísir/EPA
Ríkissaksóknari mexíkóska ríkisins Nayarit var handtekinn í San Diego í Bandaríkjunum á mánudag og ákærður fyrir fíkniefnasmygl. Hann er sakaður um aðild að smygli á heróíni, kókaíni, metamfetamíni og maríjúana til Bandaríkjanna yfir fjögurra ára tímabil.

Nayarit-ríki er á Kyrrahafsströnd Mexíkó og hefur orðið eina verst úti í fíkniefnastríðinu sem hefur hrjáð landið undanfarin ár. Edgar Veytia, æðsti yfirmaður löggæslumála í Nayarit, var handtekinn á mánudag og ákærður í þremur liðum.

Honum er gefið að sök að hafa lagt á ráðin með óþekktum samsærismönnum í Bandaríkjunum um framleiðslu, innflutning og dreifingu á ótilteknu magni fíkniefna frá 2013 til 2017, samkvæmt frétt The Guardian.

Veytia hefur lengi verið bendlaður við glæpagengið Jalisco í mexíkóskum fjölmiðlum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×