Erlent

Mexíkóskur eiturlyfjabarón handtekinn

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Leiðtogi glæpasamtakanna Zetos var handsamaður af lögreglu í morgun.
Leiðtogi glæpasamtakanna Zetos var handsamaður af lögreglu í morgun.
Mexíkóska lögreglan hefur handtekið eiturlyfjabaróninn Omar Trevino Morales sem var leiðtogi glæpasamtakanna Zetas. Hann var handtekinn snemma í morgun í borginni Monterrey.



Morales, sem er 41 árs gamall, var eftirlýstur bæði í Mexíkó og Bandaríkjunum en bæði ríki buðu milljóna dollara fundarlaun fyrir hann. Talið er að Morales hafi verið leiðtogi Zetas síðan árið 2012 þegar lögreglan hafði hendur í hári bróður hans Miguel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×