Erlent

Mexíkóska framherjanum bjargað úr klóm mannræningja

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Alan Pulido í leik með Olympiakos.
Alan Pulido í leik með Olympiakos. vísir/getty
Lögregluyfirvöld í Mexíkó hafa fundið Alan Pulido landsliðsmann í knattspyrnu sem rænt var í borginni Ciudad Victoria í gær. Samkvæmt frétt BBC fannst Pulido heill á húfi.

Pulido, sem er sóknarmaður og spilar með gríska liðinu Olympiakos, var á leið heim úr veislu þegar nokkrar bifreiðar umkringdu hann og tóku hann og unnustu hans á brott. Henni var skömmu síðar hent út úr bílnum en mannræningarnnir hurfu með Pulido, sem um tíma lék með Alfreð Finnborgasyni hjá gríska liðinu.

 

Mannrán eru afar algeng í Mexíkó, opinberar tölur segja að rúmlega þúsund manns sé rænt á hverju ári en aðrir vilja meina að talan sé mun hærri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×