Innlent

Metþátttaka Íslendinga í herferðinni Bréf til bjargar lífi

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Herferðin Bréf til bjargar lífi fór fram á yfir 30 stöðum um land allt land, þar á meðal við Hallgrímskirkju.
Herferðin Bréf til bjargar lífi fór fram á yfir 30 stöðum um land allt land, þar á meðal við Hallgrímskirkju. Vísir/Vilhelm
Aldrei hafa fleiri Íslendingar lagt mannréttindabaráttunni lið í hinni árlegu herferð Amnesty International, Bréf til bjargar lífi, eins og árið 2017. Alls voru tíu mál einstaklinga og hópa sem sæta grófum mannréttindabrotum tekin fyrir en samkvæmt fréttatilkynningu frá Íslandsdeild Amnesty International söfnuðust 95.224 undirskriftir, bréf, stuðningskveðjur, SMS- og netáköll, þolendunum til stuðnings. 

Bréf til bjargar lífi er alþjóðleg herferð þar sem milljónir einstaklinga víða um heim taka höndum saman. Bréf til bjargar lífi fór fram á yfir 30 stöðum um land allt land en hápunktur herferðarinnar á síðasta ári var fimm daga gagnvirk ljósainnsetning á Hallgrímskirkju. Þar var risastóru kerti varpað á framhlið kirkjunnar og almenningi boðið að kynna sér málin tíu og skrifa undir þau á spjaldtölvum sem voru á staðnum.

Nöfnum allra þeirra sem skrifuðu undir áköllin tíu til viðkomandi stjórnvalda var varpað á framhlið kirkjunnar og kertaloganum þannig haldið lifandi. Þátttakendur létu ljós sitt skína á þolendur mannréttindabrota og þrýstu á um bjartari framtíð fyrir þessa einstaklinga og heiminn allan. Þessi hugmynd kveiknaði í samstarfi Íslandsdeildarinnar við hugmyndastofuna Serious Business Agency.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×