Viðskipti innlent

Methagnaður hjá Össuri

Bjarki Ármannsson skrifar
Jón Sigurðsson er forstjóri Össurar.
Jón Sigurðsson er forstjóri Össurar. Vísir/Vilhelm
Hagnaður stoðtækjaframleiðandans Össurar jókst um 106 prósent milli ára. Hann nam tæpum tveimur milljörðum íslenskra króna eða þrettán prósentum af sölu og er um methagnað að ræða.

Þetta kemur fram í ársfjórðungsuppgjöri Össurar sem birt var í gær. Sala fyrirtækisins nam rúmlega fimmtán milljörðum króna, samanborið við rúmlega tólf milljarða á öðrum ársfjórðungi í fyrra.

Sala á spelkum og stuðningsvörum jókst um þrjátíu prósent milli ára og sala á stoðtækjum um fimmtán prósent. 


Tengdar fréttir

Hagnaður Össurar nær tvöfaldast

Sala jókst um 24 prósent milli fyrstu ársfjórðunga áranna 2013 og 2014 hjá Össuri og hagnaður var yfir 95 prósent meiri en í fyrra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×